Var ekki viðstödd útför sonar síns

Margir vilja komast yfir til Bandaríkjanna við landamæri Mexíkó í …
Margir vilja komast yfir til Bandaríkjanna við landamæri Mexíkó í Ciudad Juárez. AFP

Tveggja og hálfs árs gamall drengur sem lést í haldi Bandaríkjamanna hefur verið jarðaður. Landamæraeftirlitið fangaði móður drengsins og drenginn þegar þau reyndu að komast yfir til Bandaríkjanna við landamæri Mexíkó. Mæðginin eru frá Gvatemala. BBC greinir frá

Drengurinn var jarðaður í heimabæ þeirra Olopa. Móðirin var ekki viðstödd jarðaförina því hún er enn í haldi bandarískra yfirvalda.  

Drengurinn er yngsta barnið af sex sem hafa látist í umsjá bandarískra yfirvalda eftir að hafa reynt að komast til Bandaríkjanna í leit að betra lífi. Börnin hafa ýmist látist á landamæraeftirlitsstöðvunum eða skömmu eftir að þeim var sleppt eða þau flutt á sjúkrahús.   

Banamein drengsins var lungnabólga. Samkvæmt ættingjum mæðginanna fór hún til Bandaríkjanna í von um betri aðstoð fyrir drenginn sem hún taldi vera með sérþarfir. Ef hún hefði ákveðið að vera heima hefði hún ekki getað séð þeim báðum farborða.   

Frá áramótum til aprílmánaðar hafa yfir 300 manns reynt að komast til Bandaríkjanna á landamærum við Mexíkó. Sífellt fleiri reyna að komast yfir til Bandaríkjanna í óþökk stjórnvalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert