Ópíóíðamál Oklahoma fyrir dóm

Johnson & Johnson framleiðir verkjastillandi plástra sem innihalda ópíóðalyf.
Johnson & Johnson framleiðir verkjastillandi plástra sem innihalda ópíóðalyf. AFP

Dómsmeðferð í máli Oklahoma-ríkis gegn lyfjaframleiðandanum Johnson & Johnson er hafin, en ríkið fer fram á marga milljarða bandaríkjadala í skaðabætur vegna markaðssetningar framleiðandans á ópíóíðalyfjum.

Saksóknarar í málinu saka Johnson & Johnson, sem er einn stærsti lyfjaframleiðandi heims, um að gera lítið úr ávanaáhættu lyfsins og segja að þannig hafi ópíóíðafaraldrinum blásið byr undir báða vængi. Talið er að 130 Bandaríkjamenn látist af völdum of stórs ópíóíðaskammts á degi hverjum.

Johnson & Johnson neitar að hafa gert nokkuð rangt og segist markaðssetja vörur sínar með ábyrgum hætti.

Yfir 2.000 málsóknir gegn lyfjaframleiðendum vegna ópíóíðalyfja eru í undirbúningi í Bandaríkjunum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert