Baðst aftur afsökunar

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, á blaðamannafundi í apríl.
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, á blaðamannafundi í apríl. AFP

Dennis Muilenburg, forstjóri flugvélaframleiðandans Boeing, segir að fyrirtækið ætli sér að tryggja öryggi flugfarþega til langs tíma.

Þetta kom fram í fyrsta viðtalinu sem hann veitti síðan tvær flugvélar Boeing af tegundinni 737 Max hröpuðu til jarðar þar sem 189 manns fórust.

Í viðtali við CBS News baðst hann aftur afsökunar en áður hafði hann gert það í yfirlýsingu í myndbandsupptöku í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert