Mueller tjáir sig opinberlega um skýrsluna

Verður þetta í fyrsta sinn sem Mueller tjáir sig opinberlega …
Verður þetta í fyrsta sinn sem Mueller tjáir sig opinberlega um málið síðan hann hóf rannsóknina. AFP

Robert Mueller hyggst koma með yfirlýsingu um rannsókn hans á tengslum Rússa við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 kl. 11 að staðartíma í dag, eða kl. 15 að íslenskum tíma.

Verður þetta í fyrsta sinn sem Mueller tjáir sig opinberlega um málið síðan hann hóf rannsóknina á vegum sérstaks saksóknara fyrir tveimur árum.

Mueller skilaði skýrslu sinni í apríl. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að álykta að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri saklaus af ásökunum um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Fjölmargir hafa í kjölfarið fram á að forsetinn verði kærður fyrir embættisbrot.

Samkvæmt frétt New York Times mun yfirlýsing Mueller vera löng og ítarleg, en mun hann ekki taka við spurningum að flutningi hennar loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert