11 nýjar ákærur á hendur R. Kelly

R. Kelly.
R. Kelly. AFP

Saksóknari í Chicago gaf út ákæru í 11 liðum gegn tónlistarmanninum R. Kelly í gær. Öll brotin eru kynferðisbrot. 

Tónlistarmaðurinn, sem er 52 ára gamall og heitir fullu nafni Robert Kelly, hefur þegar verið ákærður fyrir tíu brot en þar er um að ræða kynferðisbrot gagnvart fjórum konum. Hann neitar sök og segir að þetta sé allt lygi. 

Lögmaður Kelly, Steve Greenberg, segir að ein ákæran nú tengist einni af konunum fjórum og það sé ekki nýtt mál. Sama brot en ákæran skráð öðruvísi, sami meinti þolandi, á sama tímabili og sömu upplýsingar segir Greenberg. 

Þrjár ákærur lúta að barnaníði gagnvart 13-16 ára gömlum börnum. Tónlistarmaðurinn er laus gegn tryggingu en verður gert að mæta fyrir dómara 6. júní. 

Í mars steig Lanita Carter fram og sagðist vera ein þeirra fjögurra kvenna sem hefði kært Kelly. Hún er sú eina sem var orðin fullorðin þegar brotin voru framin. Hún starfaði sem hárgreiðslukona Kelly og tónlistarmaðurinn reyndi að þvinga hana til munnmaka. 

mbl.is
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Bílskúr, geymsla Hvalvík 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...