Litlar líkur á að hópurinn sé á lífi

Ólíklegt þykir að hópurinn, sem var að klífa Nanda Devi, …
Ólíklegt þykir að hópurinn, sem var að klífa Nanda Devi, sé enn á lífi. AFP

Indverski flugherinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem leita átta fjallgöngumanna sem er saknað á næst hæsta fjalli landsins, Nanda Devi, í Himalajafjöllunum. Fjórir Bretar eru í hópnum, tveir Bandaríkjamenn, Indverji og Ástrali, að því er segir í frétt BBC.

Hópurinn hóf að klífa Nanda Devi 13. maí og þegar hópurinn skilaði sér ekki á tilsettum degi í grunnbúðir á föstudag var ákveðið að hefja eftirgrennslan. Að sögn yfirvalda eru sjáanleg ummerki eftir snjóflóð í hlíðum fjallsins sem er 7.816 metrar að hæð.

Leit hefur nú verið hætt og þykja litlar líkur á að hópurinn sé enn á lífi.

Björgunarsveitir ætluðu að hefja leit í gær en hætt var við vegna þess hve vont veðrið var á þessum slóðum. Tvær þyrlur indverska flughersins hófu leit snemma í morgun auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út að nýju.

Leiðangursstjórinn er breski fjallaleiðsögumaðurinn Martin Moran, en fyrirtæki hans í Skotlandi, Moran Mountain, hefur farið í marga leiðangra í indverska hluta Himalajafjallanna. 

Aðrir í hópnum eru:  John McLaren, Rupert Whewell og Richard Payne frá Bretlandi, Bandaríkjamennirnir Anthony Sudekum og Ronald Beimel, auk Ruth McCance en hún er frá Ástralíu og indverski leiðsögumaðurinn Chetan Pandey.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert