Megum alls ekki hika

Christiana Figueres er stödd hér á landi.
Christiana Figueres er stödd hér á landi. Eggert Jóhannesson

„Átakið hefst hjá hverju og einu okkar. Hvort sem um er að ræða einstakling, fyrirtæki, stofnun, sveitarfélag borg eða ríki. Öll þurfum við að líta í eigin barm og spyrja okkur hvað við getum lagt af mörkum. Það er skylda okkar allra, hvar sem við erum í heiminum, að helminga losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Það er alls ekki óvinnandi verk. Með samstilltu átaki getum við náð þessu markmiði.“

Þetta segir Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar, en hún er meðal þátttakenda í alþjóðlegri friðarráðstefnu mannsandans, eða Spirit of Humanity Forum, sem fram fer í Reykjavík þessa dagana.

„Ef ég sannfæri sjálfa mig um að ég geti minnkað losun um helming á næstu tíu árum þá mun það ganga eftir. Sama máli gegnir um þjóðir sem heild. Auðvitað mun þetta ekki gerast á einni nóttu en við megum samt ekki missa móðinn. Ástandið er sannarlega alvarlegt, það hefur enga þýðingu að fara í grafgötur með það, en það er eigi að síður engin ástæða til að örvænta. Að því sögðu þá megum við engan tíma missa – við verðum að byrja núna að átta okkur á því hvernig við ætlum að draga úr losun um helming. Ef við hikum núna kann það að verða of seint.“

Figueres segir tilgangslaust að velta sér upp úr fortíðinni, mistökum og eyðileggingu sem þar hafi átt sér stað. „Það hefur enga þýðingu að horfa til baka. Það sem er búið og gert er nákvæmlega það, búið og gert. Ég hef enga þörf fyrir að benda á sökudólga; þetta er bara hluti af mannkynssögunni og við höfum nákvæmlega ekkert um það að segja úr þessu. Við getum á hinn bóginn haft heilmikil áhrif á framtíðina.“

Ítarlega er rætt í Figueres í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...