Páfinn í Róm biður rómafólk afsökunar

Frans páfi bað rómafólk afsökunar á þeim ofsóknum sem það hefur sætt fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar á síðasta degi heimsóknar sinnar til Rúmeníu. BBC greinir frá

Hann baðst fyrirgefningar á því að rómafólk hafi verið ofsótt, verið beitt ofbeldi og litið hornauga í gegnum tíðina. Talið er að fleiri hundruð þúsund rómafólks hafi verið myrt í seinni heimsstyrjöldinni. 

Í dag býr rómafólk einkum í Suður- og Mið-Evrópu en er sá fjöldi um 10% af allri rúmensku þjóðinni. Rómafólk kvartar undan því að það fái ekki vinnu vegna þess að því er mismunað vegna þjóðernis. Þar af leiðandi er það dæmt til að lifa við fátækt.  

„Hversu oft höfum við ekki dæmt fólk hart með orðum sem særa? Sýnt af okkur hegðun sem endurspeglar reiði og sundrung,“ sagði páfinn meðal annars í ræðu sinni í borginni Blaj í Rúmeníu

„Þetta er söguleg stund fyrri mig og þjóð mína,“ sagði Damian Draghici, þingmaður á Evrópuþinginu, og sagði jafnframt: „Ég vona að þessi skilaboð breyti viðhorfi fólks og þeim staðalímyndum sem beinast gegn okkar fólki.“

Í  meðfylgjandi myndskeiði má sjá undirbúning fyrir komu páfans.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert