Assange ekki fangelsaður í Svíþjóð

Saksóknarinn Eva-Marie Persson tjáir sig um niðurstöðu sænska dómstólsins.
Saksóknarinn Eva-Marie Persson tjáir sig um niðurstöðu sænska dómstólsins. AFP

Dómstóll í Svíþjóð hefur hafnað beiðni um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði hnepptur í gæsluvarðhald í landinu vegna nauðgunarákæru frá árinu 2010.

Saksóknarar höfðu vonast eftir því að með aðstoð dómstólsins yrði Assange framseldur á skjótan hátt til Bretlands.

Dómstóll í Uppsölum sagði að þrátt fyrir að Assange sé grunaður um nauðgun sé hann núna í fangelsi í Bretlandi. Þess vegna þurfi ekki að færa hann í formlegt gæsluvarðhald í Svíþjóð til þess að sænskir saksóknarar geti yfirheyrt hann.

Fjölmiðlafólk hópaðist saman fyrir utan dómsalinn.
Fjölmiðlafólk hópaðist saman fyrir utan dómsalinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert