Framsal á Assange fyrir dóm

AFP

Tekist verður á um hvort krefjast eigi framsals Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fyrir dómi í Svíþjóð í dag. Ríkissaksóknari hefur lýst vilja um að hann verði framseldur til Svíþjóðar þar sem hafin er að nýju rannsókn á nauðgunarkæru á hendur honum. Málið var tekið upp að nýju í maí en málið nær aftur til ársins 2010. 

Aðstoðarríkissaksóknari Svíþjóðar, Eva-Marie Persson, hefur lagt fram beiðni um að Julian Assange verði dreginn fyrir dóm í Uppsala 20. maí. Beiðnin verður tekin fyrir í héraðsdómi í dag en Assange er nú í fangelsi í Bretlandi en hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London 11. apríl. Hann var dæmdur í 50 vikna fangelsi fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum lausnar gegn tryggingu þegar hann sótti um hæli í sendiráðinu. 

Rannsókn á kynferðisbrotum sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð árið 2010 var hætt árið 2017 þar sem ekki var talið að hægt væri að halda rannsókninni áfram þar sem Assange var í skjóli yfirvalda í Ekvador í sendiráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert