Herinn í Súdan boðar til skyndikosninga

Leiðtogar mótmælanna hvetja íbúa í Súdan til allsherjarverkfalls og borgaralegrar …
Leiðtogar mótmælanna hvetja íbúa í Súdan til allsherjarverkfalls og borgaralegrar óhlýðni. AFP

Yfirmenn í súdanska hernum ætla að rifta samkomulagi við stjórnarandstöðu landsins og boða til kosninga innan níu mánaða.

Adbel Fattah al-Burhan, ofursti og nýr leiðtogi herstjórnarinnar í Súdan, sagði í sjóvarpsávarpi að herinn hafi ákveðið að hætta viðræðum við samtök mótmælenda og rifta því sem samið hefði verið um. Á sama tíma hafa leiðtogar mótmælanna hvatt íbúa í Súdan til allsherjarverkfalls og borgaralegrar óhlýðni, að því er BBC greinir frá.

Mót­mæli hafa staðið yfir í Súd­an und­an­farna mánuði, en mót­mæl­end­ur krefjast þess meðal ann­ars að borg­ara­leg stjórn taki við í land­inu, en bráðabirgðastjórn hers­ins hef­ur verið við völd frá því að Omar al-Bashir hrakt­ist frá völd­um í apríl.

Aðgerðir hersins hafa verið fordæmdar á alþjóðavísu en herinn lét til að mynda til skar­ar skríða gegn mót­mæl­end­um í höfuðborg­inni Kart­úm í gær og eru þrjá­tíu mót­mæl­end­ur hið minnsta sagðir hafa látið lífið. Hundruð mót­mæl­enda til viðbót­ar særðust í átök­ukunum.

Antón­íó Guter­res fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna kall­ar eft­ir sjálf­stæðri rann­sókn á at­b­urðum dags­ins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á fundi í dag til að ræða ástandið í Súdan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert