Mexíkó þarf að stöðva „innrásina“

Donald Trump og Theresa May í London í dag.
Donald Trump og Theresa May í London í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað mexíkósk stjórnvöld við og segir að þau verði að stöðva „innrás“ farandfólks sem reynir að komast til Bandaríkjanna.

Áður hafði hann hótað því að setja tolla á mexíkóskar vörur ef ekkert verður gert í málinu.

„Mexíkó ætti að taka sér tak og hætta þessu áhlaupi, þessari innrás í landið okkar,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í London.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert