Forsetarnir tóku saman höndum

Xi Jingping og Vladimír Pútín í St. Pétursborg í dag.
Xi Jingping og Vladimír Pútín í St. Pétursborg í dag. AFP

Starfsbræðurnir Xi Jingping, forseti Kína, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tóku saman höndum í deilum sínum við Bandaríkin og hétu því að styrkja böndin milli landanna tveggja á viðskiptaráðstefnu í St.Pétursborg í Rússlandi í dag. Eins og víða hefur komið fram stendur Kína í viðskiptastríði við Bandaríkin og Rússland sætir vestrænum viðskiptaþvingunum. 

Endurhugsa þarf Bandaríkjadollar

Pútín sakaði Bandaríkjamenn um að vera að reyna að færa út lögsagnarumdæmi sitt yfir allan heiminn. Þá kallaði hann eftir því að hlutverk bandaríkjadollarsins í alþjóðaviðskiptum væri endurhugsað og var harðorður í garð Bandaríkjanna vegna aðgerða í garð tæknirisans Huawei. „Þeir eru að reyna að ýta Huawei út af alþjóðamarkaðnum án viðhafnar,“ sagði Pútín. 

Xi sagði að skref þyrfti að taka í átt að því að yfirstíga ójöfnuð á alþjóðamarkaði og sagði: „Fyrirætlanir þjóða í átt að betra lífi mega ekki vera stöðvaðar.“ Þá vísaði hann til Rússa sem lykilbandaþjóðar og sagði Kína vera að leita eftir því að byggja upp „hagkvæmt samstarf á grunni jöfnuðar og gagnkvæmrar virðingar“ við vingjarnlegar þjóðir. 

Starfsbræðurnir hétu því að styrkja böndin milli þjóðanna tveggja.
Starfsbræðurnir hétu því að styrkja böndin milli þjóðanna tveggja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert