Hvetja til borgaralegrar óhlýðni

Mótmælendum hafa komið upp vegartálmum af ýmsum gerðum í höfuðborginni …
Mótmælendum hafa komið upp vegartálmum af ýmsum gerðum í höfuðborginni Khartoum. AFP

Öryggissveitir í Súdan hafa beitt táragasi og skotið á mótmælendur í þeim tilgangi að tvístra þeim. Mótmælendur hafa komið hafa upp vegartálmum í höfuðborginni Khartoum. Að minnsta kosti fjórir eru látnirí aðgerðunum.

Mótmælendur hafa hvatt íbúa til að sýna af sér borgaralega óhlýðni frá og með deginum í dag til að gera herforingjastjórninni sem erfiðast fyrir að ná tökum á stjórnmálaástandinu í landinu.

Mót­mæl­end­ur krefjast þess að borg­ara­leg stjórn taki við völd­um af her­for­ingja­stjórn­inni sem tók yfir eft­ir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti for­seta í apríl. Mót­mæl­end­ur hafa komið sér fyr­ir á torgi við höfuðstöðvar hers­ins og nú bætt við vegartálmum. Aðgerðir hers­ins gegn mót­mæl­end­um hóf­ust á mánu­dag og fara stig­magn­andi.

Stjórn­ar­andstaðan full­yrðir að yfir 100 manns hafi látið lífið í aðgerðum stjórn­valda gegn mót­mæl­end­um en heil­brigðisráðuneytið fullyrðir að „ekki fleiri en 46“ hafa látið lífið í aðgerðunum.

Súdanskir hermenn standa vörð í höfuðborginni.
Súdanskir hermenn standa vörð í höfuðborginni. AFP

Bankastarfsmenn, flugvallarstarfsmenn og rafvirkjar voru handteknir skömmu áður en þeir hugðust leggja niður störf og taka þátt í mótmælum, að sögn talsmanns stærsta mótmælendahóps stjórnarandstöðunnar.

Alþýðusamband Súdans, sem 17 verkalýðsfélög heyra undir, fullyrða að félagsmönnum þess hafi verið hótað af yfirvöldum til að koma í veg fyrir að þeir leggi niður störf.

Herforingjastjórnin þvertekur fyrir að hafa beitt afli gegn mótmælendum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert