19 manns farast í flóðum í Kína

Borgin Guilin í Guangxi héraði er á floti eftir rigningarnar.
Borgin Guilin í Guangxi héraði er á floti eftir rigningarnar. AFP

19 manns hið minnsta hafa farist flóðum í suðurhluta Kína að því er kínverska ríkisfréttaveitan Xinhua greinir frá.

Þúsundir hafa orðið strangaglópar vegna mikilla rigninga og í Guangxi héraði, sem er við landamæri Kína og Víetnam hafa flóð í sex borgum valdið því að 12 manns hið minnsta hafa farist. Hefur Xinhua eftir kínversku almannavörnunum að flóðin á því svæði hafi haft áhrif á líf rúmlega 570.000 manna.

Hundruð heim­ila og þúsund­ir hekt­ara af upp­skeru hafa eyðilagst. Talið er að rign­ing­arn­ar haldi áfram næstu daga með til­heyr­andi flóðum.

Í nágrannahéraðinu Guangdong, hafa að minnsta kosti sjö manns farist og eins til viðbótar er saknað eftir að vegir eyðilögðust og hús hrundu í úrhellisrigningu.

Loftmynd af Rongan í Guangxi héraði. 12 manns hafa farist …
Loftmynd af Rongan í Guangxi héraði. 12 manns hafa farist í flóðum í sex borgum í héraðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert