Þúsundir í vanda vegna flóða

Allt á floti í bænum Rongan í héraðinu Guangxi.
Allt á floti í bænum Rongan í héraðinu Guangxi. AFP

Að minnsta kosti fimm manns eru látnir og þúsundir hafa orðið strandaglópar vegna mikilla rigninga í suðurhluta Kína.

Hundruð heimila og þúsundir hektara af uppskeru hafa eyðilagst. Talið er að rigningarnar haldi áfram næstu daga með tilheyrandi flóðum.

Veðrið hefur haft áhrif á yfir tvær milljónir manna og hafa vegir og brýr skemmst illa, að sögn BBC.

Í einum bæ í héraðinu Guizhou náði vatnshæðin um tveimur metrum. Að sögn kínversku veðurstofunnar hafa rigningar í héruðunum Jiangxi og Hunan aldrei verið meiri í júní. Í fyrrnefnda héraðinu þurftu 150 þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða í níu borgum.

Bærinn Rongan.
Bærinn Rongan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert