26 særðust í flugskeytaárás

Sjónvarpsstöð á valdi húta birti mynd af því sem sagt …
Sjónvarpsstöð á valdi húta birti mynd af því sem sagt er vera flugskeytið sem um ræðir. Skjáskot/Al-Masirah TV

Minnsta kosti 26 særðust þegar liðsmenn húta í Jemen skutu flugskeyti á Abha-flugstöðina í sunnanverðri Sádi-Arabíu í nótt. Þrjár konur og tvö börn eru meðal þeirra sem særðust, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Heimildarmaður innan raða húta upplýsir að flugskeytinu hafi verið beint að flugstöðinni af ásetningi.

Borgarastyrjöld hefur geisað í Jemen frá árinu 2015 og eru Sádar virkir þátttakendur í átökunum og styðja þeir jemensk stjórnvöld ásamt fleiri arabaríkjum.

Hútar njóta hins vegar stuðnings Írans, en uppreisnarmennirnir eru sjítar eins og Íranar. Sádar eru súnnitar eins og stjórnarliðar í Jemen.

mbl.is