Shinzo Abe er kominn til Íran

Rouhani og Abe heilsast í Tehran fyrr í dag.
Rouhani og Abe heilsast í Tehran fyrr í dag. AFP

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og hinn íranski Hassan Rouhani forseti hittust og ræddu saman í Tehran, höfuðborg Írans í dag. Þykja þetta nokkuð stór tíðindi þar sem Abe er nú fyrsti japanski forsætisráðherrann í 41 ár sem heimsækir Íran. Viðræðunum milli leiðtoganna tveggja er ætlað að losa um spennu á milli ríkjanna tveggja.

Rouhani tók á móti Abe við Sadabad-forsetahöllina þar sem starfsbræðurnir tveir héldu lokaðan fund. Þá mun Abe funda með Ali Khameini, erkiklerki og æðsta ráðamanni Írans, á morgun.

Á ríkisstjórnarfundi fyrir heimsókn Abe sagði Rouhani að íranskir leiðtogar og fólkið væri samhuga um að þeirra aðalóvinur (e.main culprit) væru Bandaríkin, en eins og vitað er eru Japanir og Bandaríkjamenn bandamenn.

Starfsbræðurnir funda í Sadabad-forsetahöllinni í dag.
Starfsbræðurnir funda í Sadabad-forsetahöllinni í dag. AFP
mbl.is
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...