Conway verði sagt upp störfum

Donald Trump situr við hlið Kellyanne Conway.
Donald Trump situr við hlið Kellyanne Conway. AFP

Bandarísk stofnun sem hefur eftirlit með stjórnvöldum hefur lagt til að Kellyanne Conway, einn af aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta, verði sagt upp störfum fyrir að brjóta reglur með því að taka þátt í kosningabaráttu stjórnmálamanna.

Að sögn stofnunarinnar braut Conway hin svokölluðu Hatch-lög þar sem ríkisstarfsmönnum er meinað að taka þátt í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn. Conway er sögð hafa brotið lög í þó nokkur skipti og kölluð „síbrotamaður“.

Hvíta húsið hefur vísað tillögunni á bug og segja hana „afar gallaða“ og „án fordæmis“.

Conway kom fram í sjónvarpsviðtali árið 2017 þegar kosningar fóru fram í ríkinu Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þar ræddi hún um frambjóðendur sem hún bæði studdi og var á móti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert