Myndi „að sjálfsögðu“ láta FBI vita

Trump staðhæfði í viðtalinu við Fox að hann myndi að …
Trump staðhæfði í viðtalinu við Fox að hann myndi að sjálfsögðu láta alríkislögregluna vita. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist hafa snúist hugur varðandi ummæli hans um upplýsingar sem gætu komið mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum í koll, en hann hafði gefið það út að hann þæði upplýsingar um andstæðinga sína, jafnvel frá erlendum stjórnvöldum.

Það var í viðtali við Fox sem dró staðhæfingar sínar til baka og sagðist að sjálfsögðu myndu tilkynna boð um meiðandi upplýsingar til alríkislögreglunnar.

Gagnrýnendur forsetans túlkuðu upphafleg ummæli Trump sem formlegt boð hans til rússneskra stjórnvalda um að skipta sér af forsetakosningunum 2020, rétt eins og Robert Mueller saksóknari komst að að þau hefðu gert í kosningunum 2016.

Trump staðhæfði í viðtalinu við Fox að hann myndi að sjálfsögðu láta alríkislögregluna vita, en sagðist þó myndu skoða slíkar upplýsingar fyrst. „Auðvitað þarftu að skoða þær, því ef þú skoðar þær ekki, veistu ekki hvort þær eru slæmar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert