Krónprinsinn kennir Írönum um árásina

Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. AFP

Krónprins Sádi-Arabíu tekur undir með Bandaríkjamönnum og segir Írani ábyrga fyrir árásum sem gerðar voru á tvö olíuskip í Ómanflóa, ef marka má orð sem Mohammed bin Salman lét falla í viðtali við Asharq al-Awsat.

Í viðtalinu segist krónprinsinn ekki hika við að tækla hvers kyns ógnir gegn ríkinu.

„Írönsk stjórnvöld virtu ekki veru japanska forsætisráðherrans í Tehran og svöruðu diplómatískri viðleitni hans með árás á tvö olíuskip,“ segir prinsinn í viðtalinu, en annað skipanna sem varð fyrir árás var japanskt.

Áhöfn­um tveggja tank­skipa var bjargað í Óman­flóa á fimmtudag eft­ir spreng­ing­ar sem urðu til þess að eld­ar kviknuðu í þeim. Ekki var vitað hvað olli spreng­ing­un­um en grun­ur lék á að skip­in hefðu orðið fyr­ir árás­um.

Spreng­ing­arn­ar urðu til þess að heims­markaðsverð á olíu hækkaði veru­lega og ótt­ast var að þær myndu auka spenn­una í Mið-Aust­ur­lönd­um. Annað skip­anna, Front Alta­ir, er í eigu norsks fyr­ir­tæk­is og hitt, Kokuka Coura­geous, í eigu jap­ansks skipa­fé­lags. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/06/13/segir_irana_abyrga_fyrir_aras/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert