Rafmagnslaust í Argentínu og Úrúgvæ

Sjálfstæðistorgið í höfuðborg Úrúgvæ, Montevideo.
Sjálfstæðistorgið í höfuðborg Úrúgvæ, Montevideo. AFP

Rafmagnslaust er með öllu í Argentínu og Úrúgvæ vegna mikillar rafmagnsbilunar sem þar varð í morgun.

Einnig hafa borist fregnir af því að rafmagn hafi farið af á svæðum í Brasilíu og Paragvæ, að því er BBC greindi frá. 

„Stór bilun varð í kerfinu sem sér um rafmagnstengingar sem varð til þess að rafmagnslaust varð í Argentínu og í Úrúgvæ,“ sagði orkufyrirtækið Edesur í tísti á Twitter en rafmagnið fór af klukkan 7 að staðartíma.  

Samanlagður íbúafjöldi í Argentínu og Úrúvgæ er um 48 milljónir manna. Rafmagnleysið hefur meðal annars orðið til þess að lestir hafa stöðvast og umferðarljós hafa orðið óvirk.

Á samfélagsmiðlum bárust fregnir víða af rafmagnsleysinu, meðal annars frá höfuðborginni Buenos Aires í norðurhluta Argentínu, Mendoza í vestri og Comodoro Rivadavia í suðri.

mbl.is
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður en í góðu lagi. Fortjald...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...