Hald lagt á 19 tonn af kókaíni

Aðgerðirnar, sem gengu undir heitinu Tayrona, stóðu yfir frá 8. …
Aðgerðirnar, sem gengu undir heitinu Tayrona, stóðu yfir frá 8. mars og lauk þeim formlega í gær. AFP

Yfirvöld í Kólumbíu hafa í samvinnu við Europol lagt hald á rúmlega 19 tonn af kókaíni í sérstökum aðgerðum gegn flutningi kókaíns og skotvopna á milli Ameríku og Evrópusambandsins. 

Aðgerðirnar, sem gengu undir heitinu Tayrona, stóðu yfir frá 8. mars og lauk þeim formlega í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Europol.

Þar kemur fram að auk þess mikla magns kókaíns sem hald var lagt á í aðgerðunum hafi 583 einstaklingar verið handteknir og hald lagt á mikið magn vopna og vopnaíhluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert