Sala á símum dregist saman um 40%

Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri Huawei, í pallborðsumræðunum.
Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri Huawei, í pallborðsumræðunum. AFP

Sala á snjallsímum frá Huawei hefur dregist saman um 40 prósent í löndum utan Kína það sem af er þessu ári. Þessu greindi stofnandi kínverska tæknirisans frá í pallborðsumræðum í borginni Shenzen. Fyrirtækið mun draga úr framleiðslu sinni næstu tvö árin um 30 milljarða dollara, eða um 3.800 milljarða króna, vegna þeirra áhrifa sem viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur haft á fyrirtækið.

„Á næstu tveimur árum mun fyrirtækið draga úr framleiðslu um 30 milljarða dala,“ sagði Ren Zhengfei í pallborðsumræðum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Shenzhen.

Hagnaður Huawei nam yfir 100 milljörðum dollara á síðasta ári.

Frá sýningu á vörum Huawei í Kína.
Frá sýningu á vörum Huawei í Kína. AFP

Ren líkti fyrirtækinu við flugvél sem hefði orðið fyrir skaða en tók fram að ekki væri öll nótt úti enn. „Árið 2021 munum við ná vopnum okkar á ný,“ bætti hann við.

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tekist að ýta Huwaei út af hinum risastóra bandaríska markaði og jafnframt bannað bandarískum tæknifyrirtækjum að útvega Huawei mikilvæga íhluti nema með sérstöku leyfi.

AFP

Bandaríkin óttast að kínversk stjórnvöld muni nota þau tæki sem er að finna í búnaði frá Huawie, sem er næststærsti snjallsímaframleiðandi í heimi, til að njósna um Bandaríkin.

Ríkisstjórn Trump hefur einnig sett þrýsting á aðrar þjóðir um að banna búnað frá Huawei í fjarskiptakerfum sínum, sérstaklega 5G-kerfum sem reiknað var með að fyrirtækið yrði leiðandi í að innleiða.

Frá pallborðsumræðunum.
Frá pallborðsumræðunum. AFP

Bandarísk stórfyrirtæki á borð við Facebook og Google hafa þegar ákveðið að hætta samstarfi við Huawei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert