„Sprenging“ á landamærum Kína og N-Kóreu

Leiðtogar Kína og Norður-Kóreu munu funda á fimmtudag og föstudag.
Leiðtogar Kína og Norður-Kóreu munu funda á fimmtudag og föstudag. AFP

Talið er að sprenging við landamæri Kína og Norður-Kóreu hafi valdið litlum jarðskjálfta af stærðinni 1,3 rétt fyrir hádegi í dag. Fregnirnar bárust einungis klukkustund eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða heimsókn forseta Kína, Xi Jinping, til Norður-Kóreu síðar í þessari viku.

Samkvæmt yfirvöldum í Kína varð skjálftinn kl. 19:38 að staðartíma í borginni Hunchun í Norðaustur-Jilin-héraði og mælingar sýna að upptök hans hafi verið á yfirborði jarðar.

Fyrr í dag var greint frá því að Xi Jinping forseti Kína muni hafi þekkst boð leiðtoga Norður-Kóreu um að heimsækja Pyongyang á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Verður það í fyrsta skipti í 14 ár sem forseti Kína heimsækir Norður-Kóreu.

Talið er að tímasetningin muni velgja bandarískum stjórnvöldum undir uggum enda ekki nema vika þangað til G20-fundurinn fer fram í Japan þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur til með að ræða við forseta Kína um tollastríð landanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert