13 manns látnir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn var mannskæður.
Jarðskjálftinn var mannskæður. AFP

Að minnsta kosti 13 manns létust og 199 slösuðust í jarðskjálfta sem var 6 stig að stærð í suðvesturhluta Kína. Flestir meiddust eftir að byggingar sem þeir voru í hrundu af völdum skjálftans. 

Yfir 8 þúsund manns festust inni í byggingum nálægt borginni Yibin í Sichuan-héraði, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Yfir 500 slökkviliðsmenn hafa sinnt björgunarstarfi. Yfir 12 þúsund heimili skemmdust og 73 byggingar hrundu. Stormur og rigning sem er í veðurkortunum gæti torveldað allt björgunarstarf.  

Almannavarnakerfi fór í gang og um mínútu áður en jarðskjálftinn reið yfir. Sírenur fóru af stað um 10 sekúndum áður en hann skall á borginni Yibin. Talið er að ef fólk hefur einungis þrjár sekúndur til að bregðast við hættunni minnkar það skaðann um 14%, samkvæmt Xinhua-fréttaveitunni. 

Loka þurfti þjóðvegi á milli borganna Yibin og Xuyong því stórar sprungur mynduðust í malbikinu. Aurskriður fóru af stað og lokuðu fjölmörgum vegum. Rafmagnslínur féllu á hús með þeim afleiðingum að þak þeirra gjöreyðilagðist.  

Hús hrundu til grunna í jarðskjálftanum.
Hús hrundu til grunna í jarðskjálftanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert