Ráfandi ísbjörn í rússneskri borg

Ísbjörn sást ráfandi við verksmiðju í borginni Norilsk í norðurhluta Rússlands, sem er nyrsta borg í heimi, mörg hundruð kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum.

Starfsmenn í iðnaðarverksmiðju í borginni fylgdust vel með ferðum kvenkyns ísbjarnarins en af myndum af dæma virðist björninn leita að æti.

Samkvæmt frétt BBC gæti dýrið einfaldlega hafa villst. Sérfræðingar munu fljótlega skoða björninn og þá verða örlög hans ákveðin.

Loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif á búsvæði ísbjarna og neytt þá til að leita að æti á landi.

Neyðarástandi var lýst yfir í febrúar þegar rúmlega tíu ísbirnir komu á land í nokkrum bæjum og þorpum á heimskautasvæðinu í Rússlandi. 

Ísbjörn. Mynd úr safni.
Ísbjörn. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...