Aldrei fleiri gist á götunni í London

Aldrei hafa jafn margir neyðst til að sofa á götunni …
Aldrei hafa jafn margir neyðst til að sofa á götunni í London og á síðasta ári. mbl.is/Golli

Aldrei hafa fleiri neyðst til að verja nóttinni á götunni í London í Bretlandi og á síðasta ári. Alls sváfu 8.855 einstaklingar á götunni frá apríl 2018 til marsmánaðar árið 2019, samkvæmt nýjustu tölum. Þeim hefur fjölgað um tæpan fimmtung. BBC greinir frá. 

Í fyrra voru þeir 7.484 talsins og þar af voru 62% þeirra nýkomnir á götuna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagði ástandið skammarlegt. Á síðasta ári var um helmingi meiri fjármunum varið til málaflokksins en árið á undan. Auk þess var starfsmönnum fjölgað til að sinna málaflokknum. 

Rúmlega helmingur útigangsfólksins eru Bretar. Af þjóðarbrotunum eru flestir eða 16% rómafólk. Karlmenn eru í miklum meirihluta eða 84% af öllum hópnum. Flestir halda til í borgarhlutanum í Westminster eða 2.512 einstaklingar. 

Þriðjungur þeirra sem eru nýir á götunni höfðu áður verið á almenna leigumarkaðnum. Ástandið er harðlega gagnrýnt að sífellt fleiri neyðast til að fara á götuna því þeir hafa ekki tök á að halda í húsnæði sitt. 

Í ofan á lag eru yfirvöld gagnrýnd fyrir þær sakir að sekta fólkið fyrir að vera á götunni eða skipa því að færa sig til, því það er ólöglegt að sofa á götunni í London.   

mbl.is