Gáfu árásargjörnum íkorna metamfetamín

Íkorninn var á eiturlyfjum. Mynd úr safni.
Íkorninn var á eiturlyfjum. Mynd úr safni. AFP

Lögreglan í Bandaríkjunum lenti í heldur óvenjulegu atviki nýlega þegar hald var lagt á eiturlyf og vopn á heimili í Alabama-ríki á dögunum. Þeim mætti íkorni sem var á metamfetamíni. 

Íbúar hússins vildu tryggja að íkorninn þeirra væri nógu árásargjarn svo þeir ákváðu að gefa honum metamfetamín. Samkvæmt lögum í Alabama-ríki er bannað að fanga villt dýr en íkornar lifa villtir í náttúrunni á þessum slóðum. Honum var því sleppt lausum á meðan meintir eigendur hans voru teknir fanga. 

„Hann hljóp út í skóginn og réðist ekki á neinn laganna vörð þegar honum var sleppt,“ segir lögregluvarðstjóri á Facebook-síðu embættisins.   

Ekki fylgdi sögunni hvort íkorninn hafi ráðist á fólk í vímuástandi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert