Gómuðu ísbjörn sem hafði villst

Ísbjörninn í göngutúr í Norilsk.
Ísbjörninn í göngutúr í Norilsk. AFP

Rússar greindu frá því í dag að vísindamenn hefðu gómað soltinn ísbjörn sem fannst ráfandi um í borginni Norilsk í norðurhluta Rússlands á dögunum. Björninn var mörg hundruð kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum. Dýrinu verður komið í dýragarð.

Samkvæmt myndum og myndskeiðum af birninum virtist hann ráðvilltur þar sem hann leitaði að æti í Norilsk, sem er nyrsta borg í heimi.

Fram kemur í frétt AFP að ísbirnir hafi orðið tíðari gestir í bæjum og borgum í norðurhluta Rússlands vegna loftslagsbreytinga. Er það talið vera vegna þess að þeir finna ekki nægilegt æti og leiti því annað, þar sem þeir sjáist meðal annars skófla í sig úr ruslatunnum.

Dýralæknar skoða nú dýrið sem ráfaði um götur Norilsk. Áætlanir gera ráð fyrir því að það verði sent í dýragarð í borginni Krasnoyarsk á morgun.

Í yfirlýsingu kom fram að dýrið væri of veikburða til að hægt væri að hleypa því aftur á náttúruleg heimkynni sín. 

mbl.is
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er fram yfir verslunarm...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Husgögn
Til sölu gegn vægu gjaldi rafmags hjónarúm Uppl. í síma 892-1525...