Leyfi fyrir vopnasölu verði endurskoðuð

Bretar eru annar stærsti vopnaframleiðandi heims.
Bretar eru annar stærsti vopnaframleiðandi heims. AFP

Samtök sem berjast gegn vopnasölu höfðu betur gegn breskum stjórnvöldum fyrir dómstólum. Samtökin fullyrða að ólöglegt sé að veita leyfi fyrir útflutningi á hergögnum til ríkja sem liggja að Mexíkóflóa. BBC greinir frá.

Samtökin segja að það að sé skýrt að útflutningsleyfi ætti ekki að veita þar sem það fæli í sér augljósa hættu á að vopnin yrðu notuð og slíkt bryti í bága við mannréttindalög. 

Dómarinn sagði að leyfin skyldu endurskoðuð en felldi þau hins vegar ekki úr gildi þegar í stað. Talsmaður samtakanna fagnar þessari niðurstöðu og segir Breta vera stærstu seljendur vopna til Sádi-Arabíu. 

Vopnasalan veitir fleiri þúsundum verkfræðimenntaðra störf í Bretlandi og veltir milljörðum króna. Vopnin sem eru seld til Sádi-Arabíu eru meðal annars orrustuflugvélar og sprengjur. 

Hávær umræða hefur verið um vopnasölu til Sádi-Arabíu, sérstaklega eftir átökin í Jemen. Samkvæmt sænskri úttekt á vopnasölu til Sádi-Arabíu eru Bretar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum sem tróna á toppnum en Frakkland er í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert