Mannskætt rútuslys á Indlandi

Almenningur aðstoðaði slasaða.
Almenningur aðstoðaði slasaða. AFP

Að minnsta kosti 25 létust og 35 eru slasaðir eftir að rúta féll ofan í gljúfur í ind­verska hluta Himalaja­fjall­anna fyrr í dag.

Samkvæmt frétt AFP voru rúmlega 60 manns í rútunni og sátu sumiar ofan á þakinu þegar rútan steyptist ofan í 150 metra djúpt gljúfur í fjalllendindi í Kullu-umdæmi.

Sjónarvottar sögðu að bílstjórinn hefði misst stjórn á rútunni í krappri beygju með fyrrgreindum afleiðingum.

Shalini Agnihotri yfirlögregluþjónn sagði að strax hefði verið haft samband við viðbragðsaðila og slasaðir hefðu verið fluttir á nærliggjandi sjúkrahús.

Hún sagðist búast við því að tala látinna ætti eftir að hækka.

Fjöldi fólks kom til aðstoðar og myndaði „mannlegt færiband“ þar sem slasaðir voru fluttir úr rútunni, yfir á, til læknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert