Valið á milli Johnson og Hunt

Það verða þeir Boris Johnson (t.v) og Jeremy Hunt (t.h.) …
Það verða þeir Boris Johnson (t.v) og Jeremy Hunt (t.h.) sem keppa munu um hylli almennra flokksmanna Íhaldsflokksins næsta mánuðinn eða svo. AFP

Það verða þeir Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra og Jeremy Hunt núverandi utanríkisráðherra sem almennir flokksfélagar í breska Íhaldsflokknum munu velja á milli í allsherjarkosningum um næsta leiðtoga flokksins.

Michael Gove, umhverfisráðherra, heltist úr lestinni í fimmtu umferð atkvæðagreiðslunnar innan þingflokks Íhaldsflokksins, en hann fékk 75 atkvæði, tveimur færri en Hunt, sem bætti við sig 18 atkvæðum á milli umferða frá þeim sem áður studdu Sajid Javid sem heltist úr lestinni í fjórðu umferð.

Boris Johnson fær sem fyrr flest atkvæði 313 þingmanna flokksins, en 160 þeirra vilja að hann verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna og þar með næsti forsætiráðherra Bretlands. Hann bætti einungis við sig þremur atkvæðum frá síðustu umferð.

Úrslit fimmtu umferðarinnar:

Boris Johnson – 160 atkvæði – 51%
Jeremy Hunt – 77 atkvæði – 25%
Michael Gove – 75 atkvæði – 24%

Eitt atkvæði var ógilt.

Umfjöllun Guardian um atkvæðagreiðsluna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert