Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við loftárásir gegn þremur skotmörkum í Íran tíu mínútum áður en þær áttu að hefjast. Þetta fullyrðir hann í færslu á Twitter.

„Þegar ég spurði hversu margir myndu láta lífið í árásunum var svarið frá hershöfðingjanum 150. 10 mínútum áður en árásirnar áttu að hefjast stöðvaði ég þær þar sem þær eru ekki í samræmi við að skjóta niður ómannaðan dróna,“ segir m.a. í færslu Trump.

 

Trump segir jafnframt að ekkert liggi á, Bandaríkjaher sé ungur og reiðubúinn þegar kallið kemur. Forsetinn efast ekki um að sinn her sé sá besti í heimi.

Trump segist ætla að auka á refsiaðgerðir í garð íranskra stjórnvalda í kjölfar viðburða síðustu daga, það er þegar Íranar skutu niður bandarískan njósnadróna í fyrrakvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert