Ásökunin er sölubrella

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melania Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melania Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ekkert hæft í ásökunum konu um að hann hafi nauðgað henni í búningsklefa verslunar um miðjan tíunda áratuginn. Hann segir ásakanir konunnar skáldskap.

Að sögn Bandaríkjaforseta hefur hann aldrei hitt E. Jean Carroll og segir að hún hafi skáldað þetta upp til þess að selja bók sem hún sé að gefa út. Að sögn Carroll kærði hún ekki árásina eftir að vinur hennar hafi ráðlagt henni frá því þar sem ekki væri möguleiki fyrir hana að hafa betur í réttarsalnum. Saga Carroll birtist í New York tímaritinu í gær. 

Yfir tugur kvenna hefur áður sakað Trump um kynferðislegt ofbeldi en hann hefur alltaf neitað sök.

Bandaríski blaðamaður og rithöfundurinn E. Jean Carroll.
Bandaríski blaðamaður og rithöfundurinn E. Jean Carroll. AFP

Hægt er að lesa nánar um þetta á vef BBC

mbl.is