Frestar brottvísunum um tvær vikur

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump sagði í dag að hann ætlaði að fresta áætluðu átaki í brottvísunum ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum um tvær vikur, til þess að veita repúblikönum og demókrötum tíma til þess að komast að pólitísku samkomulagi um innflytjendamál.

Á sunnudaginn ætluðu bandarísk stjórnvöld að hefja að flytja allt að 2.000 fjölskyldur sem ekki hafa dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landinu, en Trump sagðist í tísti í dag hafa ákveðið að verða við beiðni demókrata um að slá fyrirhuguðum aðgerðum á frest.

Hann sagði jafnframt að ef að flokkarnir næðu ekki saman um tryggara landamæraeftirlit á suðurlandamærum Bandaríkjanna, myndu brottvísanirnar hefjast.mbl.is