Tóku njósnara af lífi

AFP

Stjórnvöld í Íran hafa látið taka af lífi verktaka hjá varnarmálaráðuneytinu sem var dæmdur sekur um að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA.

Í frétt ISNA kemur fram að Jalal Haji Zavar hafi starfað sem verktaki hjá geimvísindastofnun varnarmálaráðuneytisins. Í ljós hafi komið að hann hafi verið á mála CIA og bandarísku ríkisstjórnarinnar. Ekki kemur fram hvenær Zavar var tekinn af lífi.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina í gær að hann vilji alls ekki fara í stríð en ef átök brjótast út þá verði Íran afmáð. Íran verði aldrei heimilað að framleiða kjarnorkuvopn en Bandaríkin væru aftur á móti reiðubúin til viðræðna um önnur mál. 

Hann segir að ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að afturkalla heimild til loftárása á Íran vera þá að hann hafi ekki verið sáttur við að 150 manns myndu týna lífi í árásunum. 

Allar líkur eru á að málefni Íran verði rædd á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert