Fundu sjö lík á Nanda Devi

Búnaður og lík sem áhöfn björgunarþyrlu sá á flugi yfir …
Búnaður og lík sem áhöfn björgunarþyrlu sá á flugi yfir Nanda Devi í byrjun júní. AFP

Lík sjö fjallgöngumanna sem leitað hefur verið í hlíðum indverska fjallsins Nanda Devi fundust í dag og verða flutt til byggða.

Tíu manna hópur þrautþjálfaðra fjallgöngumanna úr landamæralögreglu Indlands og Tíbet fann líkin skammt frá nafnlausum tindi á fjallinu. 

Snjóflóð féllu á þessum slóðum undir lok maí og fórst hópur fjallgöngumanna á fjallinu, sem er annað hæsta fjall Indlands. 

Áhöfn björg­un­arþyrlu sem er við leit að átta fjall­göngu­mönn­um sem er saknað í ind­verska hluta Himalaja­fjall­anna kom auga á fimm lík á þeim slóðum sem talið er að þeir hafi verið.

Líkin voru í 4.570-5.500 metra hæð en Nanda Devi er 7.826 metr­ar að hæð. Ekkert hafði spurst til hópsins, fjög­urra Breta, tveggja Banda­ríkja­manna, Ástr­ala og Ind­verja frá því 26. maí. 

Frá Himalaja­fjöllunum.
Frá Himalaja­fjöllunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert