Lest hrapaði ofan í gil

Fjórir eru látnir eftir að lest hrundi ofan í gil …
Fjórir eru látnir eftir að lest hrundi ofan í gil í Bangladesh þegar hluti brúar gaf sig. Ljósmynd/Twitter

Fjórir eru látnir og að minnsta kosti 100 slasaðir eftir að lest féll ofan í gil í skipaskurði í Bangladesh í morgun þegar brú gaf sig.

Að sögn yfirvalda í Bangladesh gaf hluti brúarinnar sig þegar lestin ók yfir hana. Fimm lestarvagnar höfnuðu ofan í gilinu og einn í skipaskurðinum. Fjöldi fólks festist inni í lestarvögnunum.

Slysið varð í Kaulaura, um 300 kílómetra frá Dhaka. Heimamenn komu lögreglu og slökkviliði til aðstoðar við að ná fólki úr lestinni. 21 slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahúsið í borginni Sylhet. Lestarumferð til og frá Dhaka til norðausturs var stöðvuð eftir slysið.

Lestarslys eru algeng í Bangladesh sökum niðurnídds lestakerfis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert