Þýskar orrustuþotur rákust saman á flugi

Þoturnar tvær voru af Eurofighter gerð. Mynd úr safni.
Þoturnar tvær voru af Eurofighter gerð. Mynd úr safni. AFP

Tvær þýskar orrustuþotur hröpuðu til jarðar í dag eftir að hafa lent saman á flugi, samkvæmt talsmanni þýska flughersins. Báðir flugmennirnir náðu að skjóta sér úr vélum sínum áður en þær rákust saman í loftinu.

Samkvæmt frétt þýsku fréttaveitunna DPA fannst annar flugmaðurinn skömmu eftir að þoturnar hröpuðu um hádegisbil í dag, en ennþá er leitað að hinum.

Flugvélarnar tvær voru af gerðinni Eurofighter og voru þær við æfingar nærri bænum Laage, sem er skammt frá borginni Rostock við Eystrasaltið. Ekki liggur fyrir hvað olli óhappinu.

Lögregluþyrla flýgur yfir vettvang óhappsins í dag.
Lögregluþyrla flýgur yfir vettvang óhappsins í dag. AFP
Slökkviliðsbíll á ferðinni nærri vettvangi.
Slökkviliðsbíll á ferðinni nærri vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert