Tveimur bjargað úr rústunum

Tveimur mönnum var í dag bjargað úr rústum sjö hæða …
Tveimur mönnum var í dag bjargað úr rústum sjö hæða nýbyggingar í strandbænum Si­hanou­kville í Kambódíu, en byggingin hrundi til grunna aðfaranótt laugardags. AFP

Tveimur mönnum var í dag bjargað úr rústum sjö hæða nýbyggingar í strandbænum Si­hanou­kville í Kambódíu, en byggingin hrundi til grunna aðfaranótt laugardags.

Talsmaður hersins sagði fyrr í dag að nær öll von væri úti um að finna fólk á lífi í rústunum. Um 70 verkamenn höfðust við á neðri hæðum húss­ins og voru í fasta­svefni er bygg­ing­in hrundi fyr­ir­vara­laust.

28 hafa fundist látnir í rústunum. Talið er að ör­ygg­is­mál­um hafi verið veru­lega ábóta­vant og Hun Sen for­sæt­is­ráðherra Kambódíu hef­ur fyr­ir­skipað að rann­sókn á bygg­ing­ar­svæðinu, sem og öll­um bygg­ing­ar­svæðum í bæn­um, fari fram. Hann sak­ar verk­taka um kæru­leysi.

Hun Sen hefur fylgst með björgunaraðgerðum og fylgdi slösuðum inn í sjúkrabíla sem fluttu þá á nærliggjandi sjúkrahús.

Ólíklegt var talið að finna fleiri á lífi í rústunum …
Ólíklegt var talið að finna fleiri á lífi í rústunum og því þykir það sannkallað kraftaverk þegar tveir menn fundust á lífi í dag. AFP
Hun Sen for­sæt­is­ráðherra Kambódíu hef­ur fyr­ir­skipað að rann­sókn á bygg­ing­ar­svæðinu, …
Hun Sen for­sæt­is­ráðherra Kambódíu hef­ur fyr­ir­skipað að rann­sókn á bygg­ing­ar­svæðinu, sem og öll­um bygg­ing­ar­svæðum í bæn­um, fari fram. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert