Fleiri telja Bandaríkin nýta áhrif sín til ills

18% aðspurðra telja Bandaríkin vera afl til góðs í heiminum ...
18% aðspurðra telja Bandaríkin vera afl til góðs í heiminum en 22% til ills. AFP

22% aðspurðra telja Bandaríkin nýta áhrif sín til ills í heiminum samkvæmt nýrri könnun Ipsos, sem kannar viðhorf borgara um heim allan. Einungis fjögur ríki, Íran, Rússland, Sádi-Arabía og Ísrael, mælast verr fyrir í könnuninni. Guardian greinir frá.

Um 29% svarenda telja Bandaríkin líklegri til þess að nýta áhrif sín til ills nú en fyrir tíu árum, samanborið við 17% sem telja því öfugt farið.

Kanada er það ríki sem flestir telja nýta áhrif sín til góðs. Slíkt telja 37% aðspurðra, en 4% telja ríkið nota þau til ills. Á hæla þeirra koma Sameinuðu þjóðirnar (35%), Þýskaland (32%) og Evrópusambandið (30%).

mbl.is/Kort

Þessi ríki og bandalög eiga það öll sameiginlegt að hærra hlutfall aðspurðra telur þau nýta áhrif sín til góðs, heldur en sitt eigið heimaland. 28% aðspurðra telja heimaland sitt gera það, en 23% telja heimaland sitt bæði til góðs og ills í heiminum.

Í könnuninni var einnig spurt út í þá þætti sem fólk teldi eiga að skipta leiðtoga heimalands þess mestu þegar kæmi að samskiptum við önnur ríki. Nefndu 44% aðspurðra efnahagslegan ávinning af samskiptunum og 40% ávinning af öryggissamstarfi. Næst á eftir koma staða mannréttinda í ríkinu, og hvort það virði alþjóðalög, en 30% aðspurðra nefna hvort um sig.

Viðhorf aðspurða eru þó ólík eftir ríkjum. Þannig telja 34% Svía, en einungis 10% Bandaríkjamanna, að skipta eigi máli hvort ríki er lýðræðisríki eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Múrviðgerðir, Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...