93 ára handtekin að eigin ósk

Smith segir heilsu ömmu hennar fara hrakandi og að hún ...
Smith segir heilsu ömmu hennar fara hrakandi og að hún hafi viljað láta handtaka sig fyrir eitthvað áður en það yrði um seinan. Twitter/Pam Smith

Lögreglan í Manchester handtók á dögunum hina 93 ára gömlu Josie Birds. Það er ekki aðeins í frásögur færandi vegna hás aldurs þeirrar handteknu, heldur einnig vegna þess að hún óskaði sjálf eftir handtökunni eftir að hafa „hagað sér vel allt sitt líf“, að því er segir í frétt Guardian af málinu.

Það var barnabarn Birds sem greindi upphaflega frá góðverki lögreglunnar á Twitter, en þar þakkar Pam Smith lögreglunni fyrir að „handtaka“ ömmu hennar. Hún segir heilsu ömmu hennar fara hrakandi og að hún hafi viljað láta handtaka sig fyrir eitthvað áður en það yrði um seinan.

Tístið hefur vakið lukku hátt í 2.000 notenda og vakti athygli lögreglunnar sem svaraði um hæl og sagðist ánægð með að lögregluþjónarnir hafi getað hjálpað.

mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...