Grisham nýr fjölmiðlafulltrúi

Stephanie Grisham.
Stephanie Grisham. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað Stephanie Grisham, sem hefur starfað sem talskona eiginkonu hans Melaniu, sem fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

Melania Trump tilkynnti þetta á Twitter. Grisham tekur við starfi Sarah Sanders sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir lítil samskipti við þá blaðamenn sem fjalla um málefni Hvíta hússins.

mbl.is