Kældu sig niður í hitanum

Kona bregður á leik í gosbrunni í París í dag.
Kona bregður á leik í gosbrunni í París í dag. AFP

Fólk víða um Evrópu reyndi hvað það gat til að kæla sig niður í hitanum sem hélt áfram að aukast í dag.

Viðbúnaður hefur m.a. verið í Frakklandi vegna hitabylgjunnar, sem gæti valdið dauðsföllum. Orsök hennar er heitt loft sem kemur frá Sahara-eyðimörkinni.

Hópur fólks kælir sig niður í sama gosbrunni í París.
Hópur fólks kælir sig niður í sama gosbrunni í París. AFP

Hitabylgjan hefur þegar valdið því að viftur hafa rokið út eins og heitar lummur, auk þess sem prófum hefur verið aflýst hjá sumum unglingum í Frakklandi, að því er BBC greindi frá.

Lítil börn leika sér í gosbrunni í Mulhouse í austurhluta …
Lítil börn leika sér í gosbrunni í Mulhouse í austurhluta Frakklands í dag. AFP

Sérfræðingar telja að hitamet í júnímánuði verði hugsanlega slegin í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu á næstu dögum. Útlit er fyrir að hitinn eigi enn eftir að aukast en hann hefur sums staðar farið yfir 40 gráður.

Maður gengur fram hjá á meðan ferðamenn taka af sér …
Maður gengur fram hjá á meðan ferðamenn taka af sér mynd í Nice í Frakklandi. AFP
Kona hvílir sig í skugganum í miðborg Madrídar á Spáni.
Kona hvílir sig í skugganum í miðborg Madrídar á Spáni. AFP
Strákar hoppa út í skammt frá Reims í Frakklandi.
Strákar hoppa út í skammt frá Reims í Frakklandi. AFP
Ferðamenn við gosbrunn í Róm.
Ferðamenn við gosbrunn í Róm. AFP
Ferðamenn á gangi í Róm.
Ferðamenn á gangi í Róm. AFP
mbl.is