Tilkynna úrslit eftir mánuð

Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, er ekki talinn sigurstranglegur, en hann …
Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, er ekki talinn sigurstranglegur, en hann hefur sakað Johnson um að vera í felum. AFP

Tilkynnt verður um sigurvegara leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins þriðjudaginn 23. júlí að því er fram kemur í fréttatilkynningu flokksins í dag. Um 160 þúsund félagsmenn Íhaldsflokksins eru á kjörskrá.

Sá sem tekur við leiðtogahlutverkinu mun einnig taka við sem forsætisráðherra Bretlands og er þingmaðurinn Boris Johnson talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal bæjarfulltrúa íhaldsflokksins mældist Johnsons með 61% fulltrúanna og keppinautur hans, Jeremy Hunt utanríkisráðherra, með stuðning 39% þeirra.

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Hunt hefur sakað Johnson um að vera í felum þar sem hann hefur ekki gefið kost á mörgum viðtölum eða kappræðum. Johnson hefur í dag tilkynnt þátttöku í fleiri viðtölum og að hann hyggst halda fleiri kosningaviðburði.

Hann hefur þó ekki breytt afstöðu sinni um að ræða ekki einkalíf sitt, en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að nágranni hans hafi hringt á lögregluna eftir rifrildi milli Johnson og sambýliskonu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert