Fundu nýfætt barn í poka

Barnið fannst í plastpoka í skógi í Forsyth-sýslu.
Barnið fannst í plastpoka í skógi í Forsyth-sýslu. Skjáskot

Lögreglan í Forsyth-sýslu í Georgíu í Bandaríkjunum hefur birt myndband af því þegar nýfætt ungbarn finnst yfirgefið í plastpoka í skógi. Myndbandið var tekið 6. júní um 60 kílómetra frá borginni Atlanta og birt í von um að fáist ábendingar sem geta varpað ljósi á uppruna barnsins.

Lögreglan segist vera með málið til rannsóknar og unnið sé hörðum höndum við að leysa málið. Barnið er nú í höndum barnaverndar yfirvalda og er sagt frá því að heilsa þess sé góð.

Þá minnir lögreglan á lög í Georgíu-ríki sem kveða á um að móður sé heimilt að skilja barn eftir hjá heilbrigðisstarfsfólki þangað til það er 30 daga gamalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert