Írar þorðu ekki að hafa Mads hjálmlausan

Einhverjum þótti klaufalegt að Írar hafi tölvugert hjálm á Mads …
Einhverjum þótti klaufalegt að Írar hafi tölvugert hjálm á Mads Mikkelsen á hjólinu. Ljósmynd/Skjáskot

Í Carlsberg-auglýsingum danska stórleikarans Mads Mikkelsen má sjá hann hjóla um Kaupmannahöfn í rólegheitunum. Í upprunalegu auglýsingunni er hann hjálmlaus en þegar auglýsingin var sýnd á Írlandi var búið að græja á hann hjálm. Til öryggis.

Á Írlandi er auglýsingalöggjöf strangari. Þar kvað vera tabú að hjóla hjálmlaus. Á þessum Twitter-þræði hneykslast menn á „photoshopp-inu“ og kenna samtökum Íra um öryggismál á vegum um. Þau samtök hafa barist fyrir aukinni notkun hjólahjálma.

Áhugamaður um málið hjá írsku hjólabloggi fékk það staðfest hjá Carlsberg-mönnum á Írlandi að hjálmurinn hafi verið settur á Mikkelsen vegna „strangari auglýsingalöggjöfar í kringum það hvernig hjólreiðamenn mega birtast í auglýsingum almennt“.

Menn væru samt ánægðir með karlinn sama hvernig hann væri klæddur.

Í þessari færslu má sjá myndbandið af Mikkelsen með hjálminn.

Hér er upprunalega auglýsingin.

 Á Twitter deila menn um þetta eins og annað og álasa írsku öryggissamtökunum fyrir smámunasemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert