Samþykkti eigið frumvarp um aðstoð

Hertjöld sem notuð eru til að hýsa flóttamenn í Clint …
Hertjöld sem notuð eru til að hýsa flóttamenn í Clint í Texas. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp um að veita mannúðaraðstoð við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, einum degi eftir að ljósmynd birtist af feðginum sem drukknuðu við landamærin.

Öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hafnaði fyrr í kvöld frumvarpi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru í meirihluta, þar sem meiri hömlur voru settar á ákvörðunarvald landamærastöðva um það til hvers fjármagnið skyldi notað. Í frumvarpi demókrata var féð aðeins ætlað til mannúðaraðstoðar og ekki mátti nota það til innkaupa eða byggingar veggja.

Þingmenn beggja deilda þurfa í framhaldinu að semja um skilmála mannúðaraðstoðarinnar, sem nemur 4,6 milljörðum dollara, að því er BBC greindi frá. 

Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, ásamt Nancy Pelosi, forseta …
Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, ásamt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í dag. AFP
mbl.is