Sprenging í Vín

Myndband var birt á Twitter, en hefur verið fjarlægt til …
Myndband var birt á Twitter, en hefur verið fjarlægt til þess að vernda fórnarlömb og aðstandendur. Skjáskot/Werenfried Ressl

Tvær íbúðarbyggingar hrundu að hluta og fjórir slösuðust alvarlega þegar sprenging varð í Vín, höfuðborg Austurríkis, um klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Lögreglan segir sprengingu líklega hafa orðið vegna gaskerfi húsanna, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters.

Myndir á samfélagsmiðlum sýna stórt gat sem nær heilar þrjár til fjórar hæðir íbúðarhúss og göturnar þaktar þykku ryki. „Það er eins og að sprengju hafi verið varpað á húsnæðið og hún rifið stór gat á frampart byggingarinnar,“ er haft eftir talsmann slökkviliðsins.

Talsmaður sjúkraflutninga í Vín segir fjóra alvarlega slasaða og aðra vera með minniháttar meiðsl. Þá hafi enginn látist í sprengingunni. Tölur slökkviliðsins voru þær sömu, en talsmaður þess sagðist ekki getað útilokað dauðsföll að svo stöddu.

Atvikið átti sér stað í fjórða bæjarhluta borgarinnar í nágrenni við miðborg Vínar.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert